Nú er komið að hinum árlega aðalfundi Hjónaklúbbs Eyrarsveitar. Fundurinn verður haldinn 15. október nk.  og hefst kl. 20.30. Að þessu sinni verður hann haldinn á Kaffi 59.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, ræddar verða hugsanlegar reglubreytingar og ný stjórn kosin.

Eftir fundinn mun hinn margrómaði trúbador, Svavar Knútur, leika fyrir fundargesti.

Með von um að sjá sem flesta.

Stjórnin.