Aðalfundur Hollvinafélags Grundarfjarðar verður haldinn laugardaginn 26. júlí næstkomandi á sumarhátíð Grundarfjarðarbæjar "Á góðri stund".

Fundurinn verður haldinn í Sögumiðstöðinni klukkan 11:00 og eru núverandi og brottfluttir Grundfirðingar hvattir til að mæta og leggja fram hugmyndir um áframhaldandi starfsemi félagsins.

Stjórn Eyrbyggja