Fyrsti aðalfundur Menningarráðs Vesturlands verður haldinn í Félagsheimilinu Klifi, Ólafsvík, Snæfellsbæ 11. apríl 2007. Nálgast má dagskrá fundarins hér.


Meðal annars verður samstarfssamningur Menningarráðs við tónlistarskólana á Vesturlandi, Upplýsinga og kynningarmiðstöð Vesturlands og Skessuhorn undirritaður.

Ágúst Einarsson, rektor háskólans á Bifröst flytur ræðu og kynnir framhald samstarfs Bifrastar og Menningarráðs.

Elísabet Haraldsdóttir