Enn minnum við á aðalfund Skógræktarfélagsins sem verður í dag 24. apríl klukkan 17:00 að Grundargötu 51 hjá Sunnu Njálsdóttur. Verum dugleg að mæta og gerum okkur skemmtilega stund. Aðalfundir og skógræktarfundir ganga ekki aðallega út á það að tala bara um þessi tré. Hér hittist fólk og talað er um fólkið, fjöllin og fjörðinn. Sveitamenn og þorparar hittast og ýmislegt ber á góma. Endilega komið, nóg pláss hjá Sunnu og Gunna Jó.

Þeir sem vilja ganga í félagið eru hvattir til að koma og kynnast starfinu. Bakið þarf ekki að vera í lagi.

 

Verið velkomin