Þann 9. maí sl. hélt bæjarstjórn opinn kynningarfund um aðalskipulag dreifbýlis. Á fundinum kynntu þær Erla Bryndís Kristjánsdóttir og Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir arkitektar drög að skipulagstillögum fyrir svæðið.

Vakin er athygli á að enn er um að ræða drög sem umhverfisnefnd og bæjarstjórn hafa í vinnslu. Þau eru í svokölluðu ,,samráðsferli” og enn er hægt að koma ábendingum eða athugasemdum við þau á framfæri við umhverfisnefnd.

Nefndin og svo bæjarstjórn munu síðar staðfesta þessi drög og gera að formlegum tillögum um skipulag á svæðinu. Þá hefst hið formlega kynningar- og skipulagsferli og þá mun enn auglýstur frestur til að gera formlegar athugasemdir við vinnuna.

 

Hægt er að nálgast tillögurnar hér á bæjarvefnum, neðarlega á hægri væng síðunnar. Þar er einnig hægt að senda inn athugasemdir.