- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Aðalskipulag Grundarfjarðar 2019 - 2039
Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti á 240. fundi sínum þann 6. júlí 2020 tillögu um Aðalskipulag Grundarfjarðar 2019-2039. Um er að ræða heildarendurskoðun aðalskipulags, en eldra skipulag var frá 2003.
Skipulagstillagan, með umhverfisskýrslu, var auglýst þann 4. desember 2019 og gafst þá sjö vikna frestur til að gera athugasemdir við tillöguna. Alls bárust sex erindi með athugasemdum við aðalskipulagið. Skipulagsnefnd fjallaði um athugasemdir á fundum sínum í febrúar og júlí. Við lokaafgreiðslu aðalskipulags var tekin afstaða til framkominna athugasemda og minniháttar lagfæringar gerðar á tillögunni. Tillagan var send Skipulagsstofnun til staðfestingar þann 8. júlí 2020.