Grundarfjarðarbær auglýsir á ný eftir aðstoðarfólki á sumarnámskeið barna.

Leitað er að fólki til að aðstoða á sumarnámskeiðum fyrir börn; um 2 vikur í júní og 2 vikur í ágúst. Starfið felst í að aðstoða umsjónarmann námskeiðanna, sem ráðinn hefur verið. 

Aðstoðarmenn þurfa að hafa ánægju af að vinna með börnum, hafa góða færni í mannlegum samskiptum og mega gjarnan vera hugmyndaríkir. 

Starfstímabil er 7.-18. júní og 9.-20. ágúst. Vinnutími er kl. 9:00-12:00 og 13:00-16:00. Um hlutastarf er að ræða og það getur hentað vel fyrir tvær manneskjur að skipta því á milli sín. 

Sækja um