Senn líður að jólum...

Kveikt verður á jólatrénu í Grundarfirði n.k. sunnudag, þann 28. nóvember, kl. 17:30 við ljúfa jólatóna lúðrasveitar tónlistarskólans, með Baldur í fararbroddi.

Kvenfélagið Gleym mér ei verður að vanda með sinn árlega jólamarkað sama dag í Samkomuhúsi Grundarfjarðar og örugglega eitthvað flott að skoða og kaupa fyrir jólin

Lions verður svo með sinn jólabasar 9.-12. desember þar sem seld verða jólatré, fiskmeti og annað gott fyrir jólin!

Viljum við þakka öllum þeim sem koma að aðventuviðburðum þetta árið fyrir að gera hana notalega og skemmtilega fyrir okkur Grundfirðinga. Einnig viljum við biðja þá, sem tök hafa á, að birta upp aðventuna hjá okkur með því að kveikja á jólaljósunum sínum.

 

Njótið aðventunnar í samvist hvers annars

 

Menningar – og tómstundanefnd Grundarfjarðar