Kvenfélagið Gleim mér ei hélt hinn árlega aðventu- og fjölskyldudag í samkomuhúsinu á laugardaginn. Fjölmargir Grundfirðingar lögðu þangað leið sína.

 

Margt var um mannin í samkomuhúsinu og var gestum skemmt af barnakór tónlistarskólans og einnig vöskum hóp af leikskólanum. Hið sívinsæla leikfangahappdrætti var á sínum stað og einnig gæddu gestir sér á vöfflum og súkkulaði. Fjöldi sölubása var á svæðinu þar sem listamenn af svæðinu sýndu og seldu afurðir sínar. Hér má sjá myndir.