Aðventugluggi nr. 1 af 4 - Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Fellaskjóli
Aðventugluggi nr. 1 af 4 - Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Fellaskjóli

Undanfarin þrjú ár höfum við haft jólaglugga á hverjum degi í desember, fram til jóla, framtak sem hófst þegar samkomutakmarkanir voru í gildi. Í ár breytum við til og höfum aðventuglugga. 

Á hverjum sunnudegi fram til jóla birtast aðventugluggar, sá fyrsti í dag, fyrsta sunnudag aðventunnar og sá fjórði á aðfangadag, sem er jafnframt fjórði sunnudagur í aðventu. Fyrsti glugginn er á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Fellaskjóli.

Bærinn okkar er að færast í fallegan jólabúning, með ljósum og skrauti. Íbúar, verslanir og fyrirtæki skreyta margir hverjir sína glugga og það væri gaman að fá að birta myndir af fallegum gluggum ef fólk vill deila - senda má myndir á grundarfjordur@grundarfjordur.is 

Aðventugluggi nr. 1 2023 Fellaskjól

 

 

Aðventugluggi númer 2 er í Grunnskóla Grundarfjarðar. Nemendur á unglingastigi skreyttu þennan fallega glugga sem birtist á öðrum sunnudegi í aðventu! 

 

 

Aðventugluggi númer 3 er í leikskólanum. Afar fallegur gluggi sem að nemendur og starfsfólk leikskóla skreytti! 

 

 

 

Þann fjórða sunnudag í aðventu, aðfangadag jóla, birtist þessi fallegi gluggi í Sögumiðstöðinni. Það var hún Inga Björnsdóttir listakona sem skreytti þennan glugga fyrir okkur. Gleðileg jól!