Aðventuglugginn 12. desember 2021 - útfærður af listakonunni Ingu Björnsdóttur í Sögumiðstöðinni.
Aðventuglugginn 12. desember 2021 - útfærður af listakonunni Ingu Björnsdóttur í Sögumiðstöðinni.

Nóvembermánuður er genginn í garð og það styttist svo sannarlega í jólahátíðina. Í lok nóvember er fyrsti í aðventu og ekki seinna vænna en að fara að huga að jólaundirbúningi.

Aðventugluggarnir hafa átt sinn sess í jólaundirbúningi síðustu tvö árin og ætlum við að halda áfram með þessa skemmtilegu nýju hefð.

Á hverjum degi frá 1. til 24. desember opnast nýr jólagluggi, sem fyrirtæki, stofnun eða íbúi í Grundarfirði hefur skreytt og býður vegfarendum að kíkja á gluggann. Gluggarnir eru hver öðrum skemmtilegri og gaman að sjá mismunandi útfærslur. Það þarf ekki að vera mikið, dýrt eða flókið - einfalt er gott!

Eins og í fyrra geta fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar tekið þátt og óskar menningarnefnd eftir áhugasömum aðilum sem vilja setja sinn svip á bæjarfélagið og taka þátt í þessu verkefni.

Á hverjum degi til jóla birtum við mynd af aðventuglugganum snemma morguns á vef og Facebook-síðu Grundarfjarðarbæjar, þar sem fólki gefst tækifæri til að reyna að giska á hvar hann er í bænum, en daginn eftir er staðsetning hans birt.

Er þetta einnig tilvalin hreyfistund fyrir fjölskylduna á aðventunni, að fara saman út að skoða jólagluggana í bænum.

Áhugasöm eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við Þuríði Gíu á bæjarskrifstofunni á netfangið thuri(hjá)grundarfjordur.is fyrir föstudaginn 25. nóvember nk.

Hér er hægt að sjá gluggana frá 2020 og 2021 – til þess að fá innblástur.

Aðventukveðjur,

Menningarnefnd