Eins og eftir pöntun klæddist Grundarfjörður vetrarskrúða nóttina fyrir aðventuhátíðina. Aðventuhátíð Kvenfélagsins Gleym mér ei í Samkomuhúsinu tókst mjög vel. Margir mættu og allir í hátíðarskapi. Eftir skemmtilega og fjölbreytta dagskrá í Samkomuhúsinu var haldið í miðbæinn. Þar spilaði Lúðrasveit tónlistarskólans og nokkrir kátir jólasveinar mættu. Svo var jólatréð lýst upp við mikinn fögnuð viðstaddra.