Kór Fjölbrautaskóla Snæfellinga mun halda aðventutónleika sunnudaginn 4. desember kl. 20:00 í  Grundarfjarðarkirkju.

 

Efnisskráin verður mjög  fjölbreytt, bæði jólalög og þekkt íslensk sönglög.  Einnig mun Mattías Arnar Þorgrímsson syngja einsöng.  Undirleikari á tónleikunum er Valentina Kay.  Stjórnandi Hólmfríður Friðjónsdóttir.

 

Grundfirðingar sem og aðrir Snæfellingar eru hvattir til að mæta og hlýða á kórinn.