17 krakkar á aldrinum 11 – 15 ára frá UMFG fóru í æfingabúðir í frjálsum dagana 24. – 25. maí.  Byrjað var í Borgarnesi á æfingu en síðan var haldið upp að Varmalandi þar sem farið var í sund og grillaðar pylsur ofaní mannskapinn. Gist var í Þinghamri. Létt morgunæfing var tekin dagin eftir og farið í sund, eftir sundið beið súpa og brauð í hádegismatinn. Síðan var farið niður í Borgarnes aftur og tekin góð æfing þar í lokin. Krakkarnir voru til fyrirmyndar og voru sér og sínum til sóma. Alls mættu tæplega 70 krakkar frá UMSB, HSH, UDN og Skipaskaga, en þetta var liður í Vesturlandssamstarfi félagana í frjálsum íþróttum.

 

KH