Föstudaginn 9. september nk. mun sensei Jan Spatzek 7. Dan kenna á æfingabúðum hjá okkur. Æfingar hans eru ávallt áhugaverðar og í senn krefjandi. Fyrri æfingin er frá kl. 18-19:30 þá verður gert smá nestishlé og seinni æfingin er frá 19:45-21:15. Þessar æfingar eru eingöngu fyrir þá iðkenndur sem eru með gult belti og yfir (ekki byrjendur). Æfingarnar fara fram í íþróttahúsi Grundarfjarðar.

Stök æfing kostar 500kr, báðar æfingarnar kosta 1000 kr.

Greiðslur má millifæra inn á 1101-26-60330, kt. 030382-4559 og muna að merkja við með nafni og kennitölu þátttakanda.
Ath. sýna svo staðfestingu á greiðslu við innganginn.

Með bestu kveðju, Dagný Ósk þjálfari, s: 866-4559