- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Síðastliðinn fimmtudag var Eden boðið upp í dans. Þ.e. okkur var boðið að koma á ball á Hótel Borgarnesi, sem er nú orðinn árlegur viðburður og frá okkur fóru 47 krakkar í 8. - 10. bekk. Ballið er haldið á vegum íþrótta - og tómstundanefndar í Borgarnesi og mættu á staðinn 15 skólar/félagsmiðstöðvar.
Klukkan átta byrjuðu herlegheitin með kvöldvöku þar sem allir félagsmiðstöðvarnar komu fram með skemmtiatriði, Eden kom fram með frumsaminn dans af nokkrum stelpum sem hafa verið að æfa stíft fyrir ballið, þær eru Klaudia, Helga, Ólöf, Anna, Sunna, Laufey Lilja, Ragna Sif og Sigurborg.
Ballið gekk vel og allir skemmtu sér við að dansa eða kjafta og kynnast öðrum krökkum því ekki voru vantaði upp á mætinguna á ballið, því u.þ.b. 400 krakkar voru komnir á staðinn til að skemmta sér vel. Allir voru sér og sínum til fyrirmyndar, bæði í rútunni og á ballinu. Takk fyrir góða skemmtun!