Grundfirðingar og góðir gestir!

 

Ævintýravika með sveigjanlegu formi fyrir börn og unglinga 7-16 ára.

 

Örn Ingi sem kom í fyrra, kemur nú aftur með fjóra frábæra leiðbeinendur með sér sem eru:

 

Alma – fimleikar/dans/matreiðsla o.fl.

Lára – ljósmyndun/hestar/dans o.fl.

Guðbjörn – sirkus/leiklist o.fl.

Benedikta – dans/matreiðsla/myndlist o.fl.

 

Boðið verður upp á mjög margt sem þessi listahópur hefur sérhæft sig í og þannig hugsað að hver dagur verði sérstakur og bjóði upp á eitthvert ævintýri. Til útskýringar má nefna að aðaláherslur geta verið leiklist, dans, myndlist matreiðsla, ljósmyndun, ljósmyndasýning, sirkus, þátttaka í útvarpi, dorgveiðikeppni og síðast en ekki síst óvissuferð sem er útilega með ævintýrabjarma.

 

Þar sem veður og aðrar tæknilegar forsendur grundvalla það sem hægt er að gera verður að sjá til með nákvæma áætlun og þátttakan verður líka að liggja fyrir áður en endanleg stefna er tekin. Vonandi næst næg þátttaka og kraftur í ævintýrið.

 

Mæting er kl. 10 á morgnanna og er unnið til kl. 12 og síðan mætt aftur kl. 14 til kl. 18 og síðan á kvöldin frá kl. 20 til kl. ????. Það skal tekið fram að sveiganleiki ræður för að öllu leyti og reynt að mæta forsendum hvers og eins.

 

Þátttökugjald er kr. 4.400 sem greiðist á upphafsfundi sunnudagskvöldið 23. júlí kl. 20.30 í íþróttahúsinu.

Systkinaafsláttur er 50% fyrir 2. og 3. barn úr sömu fjölskyldu.

 

Nánari upplýsingar fást í síma 891 7210 (Örn Ingi)

 

Skráning fer fram á bæjarskrifstofunni fyrir helgi. Sími 430 8500

 

Lokatökur kvikmyndarinnar um þessa bestu hátíð Íslands verða teknar alla vikuna og nú verður meiri áhersla lögð á að kvikmynda undirbúning og einstaklingsþátttöku. Óskað er eftir fólki sem vill lesa upp frumsamið ljóð, syngja eða leika á hljóðfæri … Slíkt efni yrði tekið upp sérstaklega þegar viðkomandi á góða stund.

 

Með gleðikveðju,

Örn Ingi og félagar.