Grundarfjarðarbær hefur fengið fjöllistamanninn ÖRN INGA frá Akureyri til liðs við bæjarbúa og býður upp á ævintýranámskeið fyrir alla aldurshópa í vikunni fyrir Grundarfjarðarhátíð; leiklist, myndlist, hreyfilist, götuleikhús o.m.fl. Með í för eru þær Gerður og Alma Rún, sem munu halda dans- og fimleikanámskeið fyrir börn og unglinga, en  afraksturinn verður að dagskráratriðum á hátíðinni.

Námskeiðin byrja mánudaginn 18. júlí. Þátttökugjald er 1.000 kr. á barn/ungling, en hver einstaklingur má taka þátt í eins mörgum námskeiðum og hann vill, en um er að ræða:

 

  1. Dans- og fimleikanámskeið - Gerður og Alma Rún

      Hugsað sem sjálfstætt námskeið en einnig sem undirbúningur fyrir hátíðina, þar sem gert er ráð fyrir að hóparnir verði með atriði á hátíðardagskránni. Æfingar 3var sinnum á dag, daglega fram að hátíð, en skipt verður í hópa.   

      Þau sem hafa áhuga, mæta í íþróttahúsið mánudaginn 18. júlí   

-          kl. 10.00 fyrir börn 7 – 12 ára  

-          kl. 13.00 fyrir þau sem eldri eru

-          kl. 17.00 er önnur æfing, sem þau geta mætt á sem misst hafa af hinum tveimur

Ennfremur má skrá sig hjá Gerði s. 848 7696 og Ölmu Rún s. 662 3527.

 

  1. Myndlistarnámskeið – Örn Ingi

            Alla daga fram að hátíð. Þau sem áhuga hafa (allur aldur) mæti kl. 11.00 í íþróttahúsinu.

 

  1. Leiklistarnámskeið, skrúðganga, fleira – Örni Ingi

      Alla daga fram að hátíð. Leiklist, lært að ganga á stultum, götuleikhús og margt spennandi. Þau sem áhuga hafa (allur aldur) mæti kl. 15.00 í íþróttahúsinu.

 

Að auki:

Undirbúningur hátíðar: leiklist – hreyfilist – innsetningar 

Örn Ingi hefur gengið til liðs við stjórnendur hátíðarinnar og hverfisstjórana. Ætlunin er að hann verði til aðstoðar hverfunum og yfirhöfuð öllum þeim sem luma á góðri hugmynd um skreytingar eða atriði, þannig að hverfisbúar hafi hann til aðstoðar og ráðgjafar við undirbúninginn. Um er að ræða leiklistaræfingar, söngæfingar, hreyfilist eða hvaðeina sem andinn blæs fólki í brjóst. Hér verður bara spunnið…

      Skv. nánari auglýsingu, fylgist með á www.grundarfjordur.is

Örn Ingi verður á Kaffi 59 mánud.kvöldið 18. júlí kl. 20.30 þar sem farið verður af stað með þetta. Hann hefur líka s. 891 1840 – fyrir góðar hugmyndir og upplýsingar.

 

Örn Ingi er löngu landskunnur fyrir listsköpun sína. Hann hefur komið víða við, í myndlist, leiklist og kvikmyndun og hefur áralanga reynslu af að skipulagningu og þátttöku í allskonar listsýningum, viðburðum og hátíðum víðsvegar um landið.

Stúlkurnar tvær hafa tekið þátt í námskeiðum og viðburðum með Erni Inga og verið með dans- og fimleikaleiðsögn fyrir börn og unglinga.

 

Það er Grundarfjarðarbær sem sér um innheimtu þátttökugjalds vegna ævintýranámskeiðanna. Hafa má samband við bæjarskrifstofu (430 8500) ef spurningar vakna.

 

Athugið: Tímasetningar æfinga kunna að breytast eitthvað. Allt fer eftir þátttöku og viðtökum okkar bæjarbúa. Fylgist með á www.grundarfjordur.is 

 

 

Skemmtum okkur saman – allir aldurshópar!

 

Grundarfjarðarbær og framkvæmdastjóri Á góðri stund