Eins og áður hefur komið fram hér á vefnum hefur borun ekki gengið vel undanfarna daga. Mánudaginn 18. apríl sl. slitnaði strengur í annað sinn og hefur reynst þrautin þyngri að ná brotunum upp úr holunni.

 

Bormenn fóru af svæðinu á fimmtudag í síðustu viku og hafa unnið að því að smíða nýjan fiskara síðan þá til þess að ná brotunum upp. Þeir komu aftur að Berserkseyri seinni partinn í gær og hefur þeim tekist að ná hluta af brotunum upp með þessum nýja fiskara. Þegar brotunum hefur verið náð upp verður hafist handa við að bora að nýju og þá með nýjum strengjum sem komið var með á borsvæðið í gær. Dýpt holunnar er því sú sama og í síðustu viku, 554 metrar.