- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Afleysing í eignaumsjón/áhaldahúsi hjá Grundarfjarðarbæ
Grundarfjarðarbær vill ráða starfsmann í sumarstarf í eignaumsjón/áhaldahúsi. Starfið felst einkum í viðhaldsverkefnum fasteigna og annarra mannvirkja bæjarins. Í íþrótta- og skólamannvirkjum eru ýmis viðhaldsverkefni á dagskrá, málningarverkefni víða um bæinn, aðstoð í áhaldahúsi og við verklegar umhverfisframkvæmdir o.fl.
Starfið er bæði viðbót við þau verkefni sem núverandi starfsmenn sinna, sem og afleysing stakra verkefna þeirra, eftir atvikum.
Leitað er að jákvæðum og laghentum einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt, hefur ríka þjónustulund og metnað til að skila góðu starfi.
Aðrar hæfniskröfur:
Vinnustöð er áhaldahús bæjarins og starfar viðkomandi undir stjórn verkstjóra áhaldahúss og í nánu samstarfi við starfsfo´lk annarra stofnana bæjarins, íbúa o.fl.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Upplýsingar um starfið veitir Elvar Þór Gunnarsson, bæjarverkstjóri, í síma 6914343 eða netfangið verkstjori@grundarfjordur.is, eða Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í síma 8986605 eða netfangið bjorg@grundarfjordur.is
Umsóknarfrestur er til og með 16. maí 2025. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsjónarmaður og hópstjóri í Vinnuskóla Grundarfjarðarbæjar
Leitað er að umsjónarmanni Vinnuskóla Grundarfjarðarbæjar sem starfræktur er í fimm til sex vikur fyrrihluta sumars. Ungmenni sem eru að ljúka 8.-10. bekk geta sótt vinnuskólann, en einnig þau sem eru að klára 7. bekk vorið 2025.
Sjá nánar hér um vinnuskólann - og sjá frétt hér þar sem fjallað er um öryggismál í vinnuskólanum.
Umsjónarmaður hefur umsjón með daglegu starfi og verkefnum vinnuskólans. Hann tekur þátt í að skipuleggja starfið, í samvinnu við íþrótta- og tómstundafulltrúa, bæjarverkstjóra og/eða annað starfsfólk áhaldahúss,
Jafnframt er leitað að hópstjóra fyrir vinnuskólann, en hópstjóri aðstoðar umsjónarmann í daglegu starfi vinnuskólans.
Umsækjendur þurfa helst að hafa náð 20 ára aldri, hafa getu til að vinna sjálfstætt, góða hæfni í mannlegum samskiptum auk reynslu og ánægju af að vinna með unglingum. Starfstímabilið er frá 10. júní til 17. júlí. Vinnutími er frá kl. 8:30–15:30 alla virka daga, nema á föstudögum til kl. 14:00.
Vakin er athygli á að tveir eða fleiri geta skipt með sér þessum störfum.
Upplýsingar um starfið veitir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri, í síma 898-6605 eða netfangið bjorg@grundarfjordur.is
Umsóknarfrestur er til og með 16. maí 2025.