Undanfarið hefur verið unnið við lagnir í Hrannarstíg, nánar tiltekið frá gatnamótum Fossahlíðar að Hlíðarvegi. Verið er að koma fyrir nýjum vatnsveitu-, klóak- og regnvatnslögnum í stað gamalla lagna sem fyrir voru.

Þegar þessum hluta verksins verður lokið, sem áætlað er að verði í dag 6. október, verður hafist handa við seinni hluta þessa verks, þ.e. frá gatnamótum Hlíðarvegar að Smiðjustíg.

 

Áætlað er að þeim hluta verksins ljúki á næstu 2 vikum en veðrið hefur þó mikið að segja um hvort það náist.

Íbúar geta átt von á vatnstruflunum meðan á framkvæmdum stendur. Íbúar og vegfarendur eru beðnir velvirðingar á þeim truflunum sem framkvæmdirnar óhjákvæmilega hafa í för með sér.

 

Byggingarfulltrúi.