Við hirðingu sorps er að mörgu að hyggja jafnt hjá sorphirðuaðilum sem og húseigendum.

Aðkoma og staðsetning sorpíláta skiptir miklu máli. Allar smá tafir á hverri tunnu eru drjúgar og til þess að þjónustan gangi hnökralaust má oft lítið út af bera.

Víðast hvar er ástandið gott þó að það séu nokkrir staðir þar sem úrbóta er þörf. Það er von okkar sem sjá um sorphirðu hér í bæ að íbúar skoði eftirfarandi athugasemdir vandlega og ráði bót á.

 1. Geymsluhurð sé gömul og úr sér gengin.
 2. Geymsluhurð lokast illa.

             i.            Læsingum sé ábótavant.

             ii.           Geymsla of lítil eða of þröng fyrir ílát.

             iii.           Hurð fellur illa að stöfnum.

 1. Vantar stoppara á hurð til að hindra foktjón.
 2. Vantar lýsingu.
 3. Ökutæki eða annað í innkeyrslu hindrar aðgengi.
 4. Festingar fyrir tunnur ónothæfar.
 5. Vantar brautir í tröppur fyrir ílát.
 6. Hreinsa þarf snjó frá ílátum og gera leið út á gangstétt.
 7. Staðsetja ílát götumegin. Eins metra lengri gangur við hverja tunnu verða 5 km á viku.
 8. Sorp ekki sett í poka og bundið fyrir.
 9. Ílát yfirfyllt.
 10. Járn, timbur og eða spilliefni í tunnu er þess valdandi að ekki er losað.
 11. Húsnúmer vantar eða það er ekki sýnilegt frá götu.
 12. Tunna gömul og úr sér gengin, hafið samband við áhaldahús við að fá nýja tunnu ef þörf er á.

 

Það er ósk okkar að skjótt verði brugðist við. Okkar metnaður er að veita góða þjónustu. En til þess að svo geti orðið þurfa íbúar að athuga það sem að þeim snýr.

Allar frekari upplýsingar er hægt að fá hjá áhaldahúsi í s: 4308575 eða hjá Íslenska gámafélaginu í s: 5775757