Fótboltakrakkar og foreldrar á Snæfellsnesi !

Áheitahlaupið sem kynnt var á foreldrafundinum á þriðjudag fer fram í dag.

Okkar krakkar mæta kl 14 upp í íþróttahús. Við hlaupum frá Bjarnarhöfn að Kvíabryggju. Krakkarnir mega að sjálfsögðu hlaupa áfram til Ólafsvíkur en þar verður grillveisla þegar komið er á íþróttavöllinn og er krökkunum síðan boðið á leik Víkings Ó og Njarðvíkur sem byrjar kl 20. Það vantar foreldra á bílum til að koma krökkunum á rétta staði og til að leifa þeim að hvíla þreytta hlaupafætur. Æskilegt er að hafa með sér hlý föt.

Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við Eyþór í síma 893-5449.