Krakkar sem æfa með Snæfellsnes í 3-7 flokki kvenna og 3-7 flokk karla í knattspyrnu fóru í áheitahlaup frá knattspyrnuvellinum í Stykkishólmi til knattspyrnuvallarins í Ólafsvík föstudaginn 25. maí 2007. Tilefni þessa hlaups var sá að safna áheitum til að greiða niður mótagjöld og ferðakostnað krakkana í sumar ásamt því að greiða annan kostnað vegna samstarfssins. Vegalengdin er 65 kílómetrar. Hlaupið hófst í Stykkishólmi kl. 13:00 og því lauk í Ólafsvík kl. 19:00 með grillveislu. Á annað hundrað hlauparar tóku þátt og gekk hlaupið mjög vel og vill knattspyrnuráð HSH koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem hétu á krakkana og aðstoðuðu við hlaupið á einn eða annan hátt.