- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Nokkuð hefur borið á því eftir að við fengum snjóinn að vélsleðamenn aki yfir íþróttavöllinn á vélfákum sínum. Því er eindregið beint til þeirra sem aka um á vélsleðum að láta íþróttavöllinn í friði. Akstur á vellinum getur valdið skaða á honum og það er óþarfi að lenda í slíku. Stöndum saman um að verja íþróttavöllinn fyrir öllum skemmdum.