- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Álagningu fasteignagjalda er nú lokið og hafa álögð gjöld verið send Búnaðabankanum til innheimtu, en fyrsti gjalddagi er 1. mars n.k.
Gjalddagar verða 7 eins og verið hefur undanfarin ár og gjaldendum er boðinn 3% staðgreiðsluafsláttur ef fasteignagjöldin eru staðgreidd fyrir 31. mars n.k.
Þrjátíu og fjórar umsóknir bárust frá eldri borgurum og öryrkjum um afslátt á fasteignagjöldum samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar og hafa þær verið afgreiddar.
Það eru eigendur fasteigna sem eru ábyrgir fyrir greiðslu fasteignagjalda og er af þeim sökum mikilvægt að innheimtuaðili hafi ávallt nýjustu upplýsingar um eigendur fasteigna t.d. þegar eigendaskipti verða. Eru þeir sem höndla með fasteignir minntir á að tilkynna bæjarfélaginu eins fljótt og auðið er um eigendaskipti sem verða.