- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Álagningu fasteignagjalda 2023 er nú lokið.
Eins og undanfarin ár verða ekki sendir útprentaðir álagningarseðlar í pósti, en álagning birtist í vefgátt Þjóðskrár, www.island.is
Gjaldendur geta skráð sig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Greiðsluseðlar verða sendir rafrænt í heimabanka gjaldenda.
Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu, líkt og fyrri ár. Fyrsti gjalddagi er 1. febrúar og eindagi 30 dögum síðar. Vatnsgjald er innheimt af Veitum ohf. (dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur). Fyrirspurnum um vatnsgjald skal beina til Veitna í síma 516 6000 eða með tölvupósti á netfangið veitur@veitur.is
Afsláttur fasteignaskatts til tekjulágra eldri borgara og öryrkja er veittur í samræmi við reglur sem bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur sett (sjá hér fyrir neðan). Afsláttur reiknast sjálfvirkt út frá upplýsingum Ríkisskattstjóra og er miðað við tekjur ársins 2021, skv. skattframtali 2022.
Heildarálagning fasteignagjalda að fjárhæð 25.000 kr. og lægri kemur óskipt til greiðslu á einum gjalddaga, þann 1. maí 2023.
Álagningarákvæði fasteignagjalda
Reglur um afslátt af fasteignaskatti
Sú breyting er gerð, að klippikort verða ekki send út þetta árið. Ástæðan er sú að unnið er að breytingum í sorpmálum sem að hluta til munu koma til framkvæmda síðar á árinu (nánar kynnt síðar), auk þess sem margir íbúar eiga nú þegar klippikort fyrri ára. Ef íbúa vantar hins vegar klippikort er hægt að nálgast þau með því að koma eða hafa samband við bæjarskrifstofuna, Borgarbraut 16 - sími 430-8500. Eitt kort er fyrir hverja fasteign, en sama regla gildir þá áfram, að greitt er fyrir kort umfram það. Klippikort sem hafa verið send undanfarin ár eru því enn í gildi.