Starfsfólk bæjarskrifstofu Álftaness komu við á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar þann 22. október á leið sinni í heimsókn til vinarbæjar þeirra Snæfellsbæjar.

Þau skoðuðu Fjölbrautaskóla Snæfellinga í fylgd með Jóni Eggerti skólameistara, svo lá leiðin á Kaffi 59 þar sem  léttur hádegisverður var í boði áður en þau héldu áfram leið sinni til Snæfellsbæjar. 

Hér má sjá mynd af fjórum mönnum sem hafa gegnt starfi fjármála- og skrifstofustjóra Álftanes, Þórður Kristleifsson, Björn Steinar Pálmason, Pálmi Másson núverandi bæjarstjóri Álftaness og Guðmundur Sverrirsson.