Í dag kl. 18.00 verður árshátíð 5.-7. bekkjar haldin í samkomuhúsinu. Þar verður boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði og lofað er miklu fjöri. Æfingar hafa staðið stíft að undanförnu og verður án efa hægt að njóta skemmtilegrar stundar með krökkunum.

Bæjarbúar eru hvattir til að fjölmenna, en það kostar aðeins 500 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir börn.

Til hamingju með daginn krakkar!