Addi þjálfari, Sigurrós,Laufey,Dagfríður,Helga Rut,Lilja,

Lilja Björk,Hanna,Silja Rán, Silja,Bryndís og Sunna.

 

Um síðustu helgi tók 4. fl kv þátt í úrslitakeppni íslandsmótsins sem haldin var á Ólafsfirði. Stelpurnar stóðu sig með ágætum og höfnuðu í 4. sæti.

Nú hafa öll lið UMFG lokið keppni á íslandsmótinu í fótbolta. 4.fl ka hafnaði í 2 sæti í sínum riðli og munaði 3 stigum á þeim og efsta liði riðilsins. 3. fl kv varð í 6. sæti í riðlinum með 3 stig. 5.fl tók einnig þátt á íslandsmótinu í sumar strákarnir lentu í neðsta sæti riðilsins. Riðlakeppnin í 6. flokki fór fram í Grundarfirði fyrr í sumar og áttum við þar bæði A og B lið. A liðið varð í öðru sæti í sínum riðli og B liðið í þriðja sæti. Það er ekki hægt að segja annað en til hamingju krakkar þetta er mjög góður árangur hjá ykkur öllum.

Í sumum flokkunum var erfitt að ná saman liði í sumar þar sem að mikið var um að krakkarnir væru á ferðalagi en þá voru yngir krakkar teknir og færðir upp um flokka þannig að stundum voru leikmenn okkar að spila við 2-3 árum eldri krakka og var t.d 3.fl kv aðallega byggður upp á 4. fl stelpum.

Af HSH liðunum er það að frétta að 2. fl lenti í neðstasæti í sínum riðli, þær byrjuðu sumarið vel en tóku svo upp á því að hrynja niður í meiðsli þannig að árangurinn varð ekki nógu góður.

3. fl HSH er í 4. sæti riðilsins með 4 stig. Við vorum með vonir um að ná hærra þar sem að við töldum að þetta sumarið væri um það stóran hóp af strákum að ræða en það fór ekki eins og við vonuðum þar sem að einhverra hluta vegna voru t.d strákarnir frá okkur ekki að mæta nægilega vel á æfingar og margir duttu alveg út í sumar.