Athygli er vakin á því að fáir dagar eru eftir fram að 1. desember n.k. sem er viðmiðunardagur fyrir nýja íbúaskrá.   Nauðsynlegt er að allir sem hafa flutt sig á milli staða eða húsa verði búnir að skrá nýtt lögheimili fyrir 1. desember n.k. svo þeir verði á réttum stað þegar nýja íbúaskráin verður gefin út.  Lögheimilisflutning er hægt að skrá á bæjarskrifstofunni alla virka daga.  Þeir sem vita t.d. um útlendinga sem eiga eftir að skrá lögheimili sitt ennþá, mættu gjarnan leiðbeina þeim um hvernig á að bera sig að.  Markmiðið er að allir verði skráðir á réttum stað þ. 1. desember n.k.