Þriðjudaginn 18. maí n.k. verður nýja flotbryggjan og móttökusvæðið fyrir ferðamenn af skemmtiferðaskipum, formlega tekið í notkun með athöfn við flotbryggjuna og á svæðinu.

Athöfnin hefst kl. 16.00 með leik lúðrasveitar Tónlistarskóla Grundarfjarðar.

Af þessu tilefni býður hafnarstjórn öllum bæjarbúum að vera viðstaddir athöfnina og þiggja létta hressingu að henni lokinni.

 

Hafnarstjórn Grundarfjarðarhafnar