Almenningssalerni opna á Nesvegi 2

Grundarfjarðarhöfn og Grundarfjarðarbær hafa nú tekið í notkun nýtt þjónustuhús með almenningssalernum að Nesvegi 2, hafnarhúsinu.

Grundarfjarðarhöfn hefur tekið við umsjón þjónustunnar í nýju þjónustuhúsi hafnarinnar. Aðstaða er þar góð, með fleiri salernum og betra aðgengi. Alls eru 12 salerni og 3 skálar, auk sérsalernis fyrir fatlað fólk. Nýja þjónustuhúsið bætir aðstöðu fyrir gesti skemmtiferðaskipa, þegar þau eru í höfn, en þjónar einnig sem almenningssalerni fyrir aðra gesti.

Aðgangseyrir að salernunum verður kr. 300 og hægt verður að greiða bæði með korti og mynt. 

Frá árinu 2019 hefur samkomuhús bæjarins, að Sólvöllum 3, verið notað sem almenningssalerni fyrir ferðamenn sem tímabundin lausn, þó aðstaða hafi verið takmörkuð og loka hafi þurft þjónustunni þegar húsið var í útleigu fyrir veislur og stóra viðburði. Við breytingarnar nú verður almenningssalerni aflagt í samkomuhúsinu.

Ferðaskipuleggjendur, fararstjórar og fleiri eru vinsamlegast beðnir að athuga að í sama húsi og nýju salernin eru, þar eru jafnframt vinnurými hafnarvogar og annarrar starfsemi hafnarinnar, og er sá hluti ekki opinn almenningi. Verið er að undirbúa merkingar og aðrar leiðbeiningar fyrir gesti. Sérstaklega er vakin athygli á að bílastæði fyrir rútur eru ekki við húsið sjálft heldur samhliða svæðinu, á Nesvegi.



Fyrirspurnir má senda á touristinfo@grundarfjordur.is