Grundarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í eftirfarandi verk;

Niðurföll og fráveita við Ölkelduveg og Hrannarstíg.

 

Byggingafulltrúinn í Grundarfirði óskar eftir tilboði í lagnir, gröft og tilheyrandi í ofangreint verk.

 

Um er að ræða nýjar lagnir fyrir fráveitu og niðurföll ásamt greftri og frágangi.

 

Verkkaupi óskar eftir að hafist verði handa við verkið sem allra fyrst.

 

Magnskrá liggur fyrir og í tilboðinu skal gefa upp einingarverð  Í einingaverðum tilboðsins skal vera innifalinn allur kostnaður við verkið s.s. gröftur, lagning kerfis, tengingar og frágangur og allt efni og öll vinna sem verktaki telur sig þurfa við verkið og frágangur allur að verki loknu.

 

Krafist verður faglegrar vinnubragða og áminnt um að virða staðla,lög, og reglugerðir við vinnu þessa.

 

Tilboðum skal skila á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30 350 Grundarfirði í lokuðu umslagi, þannig merktu:

 

Fráveita Ölkelduvegur – Hrannarstígur

 

Útboðsgögn verða afhent  á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar, Grundargötu 30. 350 Grundarfirði á skrifstofutíma frá og með fimmtudeginum 30. ágúst 2007. Verð útboðsgagna er 1.000.- kr og er óafturkræft.

Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 18. september nk., kl. 11:00, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er og eða hafna öllum.

 

 

      Hjörtur Hans Kolsöe

Skipulags- og byggingafulltrúi