Kjörstjórn Grundarfjarðarbæjar og starfsmaður að morgni kjördags.
Kjörstjórn Grundarfjarðarbæjar og starfsmaður að morgni kjördags.

Alþingiskosningar 2021 - kjörsókn í Grundarfirði

Í liðnum Alþingiskosningum voru alls 535 kjósendur á kjörskrá í Grundarfjarðarbæ, 278 karlar og 257 konur.

Alls greiddu 404 kjósendur atkvæði; 210 karlar og 194 konur.

Alls 316 kjósendur mættu í samkomuhúsið og greiddu atkvæði á kjörfundi, laugardaginn 25. september, en 88 kjósendur sem hér eru á kjörskrá, greiddu atkvæði utan kjörfundar.

Kosningaþátttaka í Grundarfirði var því 75,51%, sem er örlítið lægra en kjörsókn á landsvísu, en hún var 80,1% . 

Sé rýnt í kosningaþátttöku eftir kyni, þá var hún 76% hjá körlum og 75% hjá konum á kjörskrá í Grundarfjarðarbæ.

Það var í boði að kjósa utan kjörfundar í Ráðhúsi Grundarfjarðar, skv. samkomulagi við sýslumanninn á Vesturlandi. Það var vel nýtt, en alls greiddu 134 manns atkvæði hjá kjörstjóra í Ráðhúsinu, bæði kjósendur sem hér eru á kjörskrá sem og aðrir, sem komu síðan atkvæði sínu til skila í öðrum kjördeildum.