Alþjóðlega Kvikmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í Grundarfirði í fjórða sinn þann 4. til 6. mars næstkomandi. Í ár er von á meiri aðsókn en nokkru sinni fyrr ef marka má það litla gistirými sem eftir er fyrir hátíðarhelgina.

Rúmlega150 myndir bárust hátíðinni í ár en 54 stuttmyndir voru valdar úr til sýningar og 15 íslensk tónlistarmyndbönd eru tilnefnd til verðlauna. Hátíðin býður gestum sínum upp á tónleika með Prins Póló og tveimur nýjum hljómsveitum (Hollow Veins og No Class). Auk þess verður boðið upp á dansleik með11 manna hljómsveitinni Orphic Oxtra þar sem eflaust verður stiginn hópdans af balkönskum sið.

Fiskisúpukeppnin vinsæla verður á sínum stað en hægt er að skrá sig á info@northernwavefestival.com, á facebook eða í síma 770-0577. Í verðlaun er út að borða á Fiskmarkaðnum en Hrefna Rósa Sætran, eigandi staðarins, er einmitt dómari keppninar.

Samhliða fiskisúpuveislunni verður einnig handverksmarkaður og þeir sem vilja taka þátt geta skráð sig á sama hátt og þátttakendur í fiskisúpukepninni.