Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni "Northern Wave" lauk síðdegis í dag með verðlaunaveitingum.  Stuttmyndin "Maidday Cowboy" eftir Alberto Blanco hlaut fyrstu verðlaun.  Dómnefndin sagðist hafa átt erfitt með að gera upp hug sinn þar sem svo margar frábærar myndir hefðu keppt.  Í flokki tónlistarmyndbanda varð myndin "Pink Freud" hlutskörpust og fékk fyrstu verðlaun.  Mark Berger Oscarsverðlaunahafi færði Dögg Mósesdóttur þakkir fyrir þetta sérstaka framtak að efna til alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Grundarfirði og óskaði henni og hátíðinni velfarnaðar.  Fjölmargir erlendir og innlendir gestir sóttu hátíðina, þar á meðal allmargir kvikmyndagerðarmenn sem áttu myndir á hátíðinni.  Vonast er til þess að hátíðin verði árlegur viðburður hér eftir.