„Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar lýsir yfir áhyggjum af lausafregnum um álagningu nýrra skatta og verulegri hækkun eldri skatta.  Í fjölmiðlum berast nú daglega fregnir af  óútfærðum hugmyndum um hækkun skatta og upptöku nýrra.    Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hvetur til ábyrgrar og hófstilltrar umræðu um fjármál og skattakerfi ríkisins á vettvangi Alþings og ríkisstjórnar. Bæjarstjórnin hvetur til þess að við mótun tillagna um skatta og álögur verði þess gætt að ójöfnuður á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis aukist ekki.“