Í dag, 13. desember 2004, var merkum áfanga náð í samgöngusögu Snæfellinga þegar opnað var formlega fyrir umferð yfir nýju brúna og veginn yfir Kolgrafafjörð. Það var Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sem ók fyrstur yfir fjörðinn og í kjölfarið var hið nýja samgöngumannvirki opnað fyrir almennri umferð.

 

Mynd: Gunnar Kristjánsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Verkinu er ekki fulllokið, unnið er að almennum frágangi á svæðinu og á komandi sumri verður síðara lag slitlags lagt á veginn. Formleg vígsla mun fara fram þegar verkinu lýkur. Umferð er þó hleypt á veginn mun fyrr en til stóð, en upphaflega áttu verklok að vera í október 2005.  Það eru verktakafyrirtækin Háfell ehf. og Eykt ehf. í Reykjavík sem unnu við mannvirkið, Eykt við brúarsmíðina og Háfell við vegarlagninguna sjálfa og jarðvinnu.

 

Nýja mannvirkið þýðir 7 km styttingu leiðarinnar, með því að þurfa ekki að aka fyrir Kolgrafarfjörð. Sá krókur hefur löngum þótt erfiður, veðurfarslega sérstaklega, þar sem mjög hvasst getur orðið í firðinum.

 

Myndir verða birta síðar...