Fimmtudaginn 4. júní heimsækir skipið Spirit of Adventure Grundarfjörð. Skipið er smíðað í Þýskalandi 1980 og hét upprunalega Berlin. Undir því nafni var það í aðalhlutverki í hinum vinsæla þýska sjónvarpsþætti Traumshchiff (draumaskipið). 1986 var skipinu breytt og hefur frá því heitið Spirit of Adventure. Það er 9.570 tonn og 140 metrar á lengd. Í áhöfn eru 168 og ber skipið 352 farþega. Skipið telst ekki stórt en gert er út á persónulega þjónustu og upplifun fyrir gesti. Grundfirðingar taka að sjálfsögðu vel á móti þessum gestum og mun ýmislegt vera í gangi í bænum. Markaður verður í gömlu Hamrabúðinni, hressir krakkar verða með uppákomur með söng og leik, gallerí Bibba opnar með stæl og margt fleira.