Þessa dagana er háannatíminn á tjaldsvæðinu, sem iðulega fyllist og komast þá færri að en vilja.  Í gær var hér margt góðra gesta í þéttri byggð húsbíla.  Flestir gestanna voru í árlegri „Stóru ferð“ Húsbílafélagsins og liggur leiðin á Vesturlandið að þessu sinni.  Vel fór um fólkið, sem lét vel af sér í blíðunni í Grundarfirði.