Þegar árið 2009 er rétt um það bil að kveðja leitar hugurinn yfir atburði og starfsemi ársins.  Margs er að minnast á viðburðaríku ári og verða því e.t.v. gerð einhver skil síðar, en á þessari stundu vill bæjarstjóri koma eftirfarandi á framfæri:

Dugnaður og trúmennska starfsmanna bæjarins við þær aðstæður sem sköpuðust eftir efnahagshrunið er aðdáunarverð.  Bæjarstjóri sendir öllu samstarfsfólki hjá Grundarfjarðarbæ kveðjur og þakkir við þessi tímamót með ósk um að samstarfið verði gott og gefandi á nýju ári.

Bæjarstjóri þakkar bæjarstjórninni fyrir einstaklega góða samstöðu og samstarf við erfiðar aðsæður.

Ekki síst vill bæjarstjóri þakka íbúum Grundarfjarðar fyrir þolinmæði og gott samstarf við þær aðsæður að nauðsynlegt reyndist að þrengja að þjónustunni á ýmsum sviðum.  Með sömu samstöðu og samhug mun okkur takast að vinna bug á kreppunni.

Öllu samstarfsfólki á Snæfellsnesi og annars staðar eru sendar þakkir fyrir samstarfið og óskir um gott gengi á nýju ári.

Gleðilegt nýtt ár öllsömul og innilegar þakkir fyrir samstarfið á árinu 2009.

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, bæjarstjóri.