Auglýsing um niðurfellingu fasteignaskatts

Bæjarstjórn Grundarfjarðar hefur samþykkt tekjumörk til viðmiðunar við niðurfellingu fasteignaskatts af íbúðum elli- og örorkulífeyrisþega.   Miðað er við tekjur ársins 2002, þ.e. álagning 2003, nema miklar breytingar hafi orðið á tekjum fólks á árinu 2003.   Allar upplýsingar um niðurfellingu fasteignarskatts liggja frammi á Bæjarskrifstofu Grundarfjarðar eða eru veittar í síma 430-8500. Sækja þarf um niðurfellingu á sérstökum eyðublöðum sem einnig fást á Bæjarskrifstofu Grundarfjarðar. Skila þarf endurriti af skattframtali 2003 með umsókn. Þeir sem hyggjast sækja um eru hvattir til að gera það sem fyrst og í síðasta lagi 15. janúar n.k.   Skrifstofustjóri