Fyrirtækjalisti á heimasíðunni

Fyrirtækjum í Grundarfirði gefst kostur á að vera skráð á heimasíðu bæjarins. Nú þegar hafa mörg fyrirtæki verið sett á fyrirtækjalistann undir flipanum "Fyrirtæki". Ætlunin er að skrá grunnupplýsingar um fyrirtæki, að hámarki 4 línur, ásamt helstu símanúmerum, netföngum og vefsíðum.    Ef fyrirtæki vantar á listann sem óskað er eftir að verði skráð þar, sendið þá tölvupóst á netfangið bjorn@grundarfjordur.is með upplýsingum um fyrirtækið.   bsp

Kalli vann!

Karl B. Guðmundsson sigraði í Stjörnuleit, sem lauk í kvöld. 150 þúsund atkvæði bárust meðan á síðasta þættinum stóð en keppnin var sýnd beint á Stöð 2 frá Smáralind. Karl fékk 49% greiddra atkvæða, Jón Sigurðsson, fékk 32% atkvæða og Anna Katrín Guðbrandsdóttir 19%.   Eins og margir Grundfirðingar vita óx Kalli úr grasi hér í Grundarfirði og óskum við honum hjartanlega til hamingju.    

Firmamót í blaki

Á milli jóla og nýárs var haldið firmamót í blaki til styrktar okkur blakkonum í bænum.  Þátttaka var góð og fimm lið tóku þátt, fjögur frá Grundarfirði og eitt frá Ólafsvík.  Hörkustemning myndaðist á pöllunum í úrslitaleiknum en þar áttust við sterkt lið Kóna úr Ólafsvík og lið Grundavals.  Það fór svo að Grundaval vann mótið eftir mikla baráttu. 

2. héraðsmót vetrarins

2. héraðsmót vetrarins í fótbolta verður haldið í Stykkishólmi helgina 7-8 febrúar (þorrablótshelgina) 6., 7. og 5. fl karla spila laugardaginn 7.feb,  4.og 3. fl karla spila svo sunnudaginn 8. feb.   Ekki er komin dagsetnig á því hvenær stelpurnar spila sína umferð á héraðsmótinu en það verða nánari fréttir af því síðar. 

2. flokkur kvenna á íslandsmóti

Þá hefur 2.flokkur kvenna lokið keppni á íslandsmótinu innan húss. Stelpurnar fóru á  Skagann á laugardaginn og stóðu sig alveg ágætlega þó að þær hafi ekki unnið nema einn leik, en þær voru að keppa við stelpur sem eru búnar að vera að æfa saman í allan vetur en þar sem okkar stelpur eru sumar í burtu í skóla hafa þær ekki verið að æfa mikið í vetur.    

Fasteignagjöld 2003

Þeir greiðendur fasteignagjalda 2003 sem enn lúra á ógreiddum greiðsluseðlum eru eindregið hvattir til þess að drífa sig í banka og greiða þá nú þegar.   Innan tíðar verða ógreidd fasteignagjöld send lögmönnum til innheimtu. Vinsamlegast forðist óþarfa kostnað og óþægindi.   Skrifstofustjóri    

5. flokkur á íslandsmóti í knattspyrnu

3.janúar tók 5.flokkur karla þátt í íslandsmótinu í knattspyrnu innanhúss og var mótið haldið í KR húsinu.   Liðið var skipað leikmönnum frá UMFG og einnig voru nokkrir með frá Víking Ólafsvik. Liðinu gekk ágærlega þó að fyrsti leikurinn sem var á móti KR hafi verið skellur,við töpuðum 1-7. Næsti leikuir var á móti Bolungarvík og hann unnum við 1-6 glæsilegt það. Þá var komið að leiknum Fylkir- UMFG hann fór þannig að Fylkir náði að sigra 4-3. Síðasti leikur okkar var á móti UMF Bess og tapaðist hann 3-4 við enduðum þó í 4. sæti riðilsins sem er alveg ágæt fyrir ekki stærra félag.   Um næstu helgi munu svo stelpurnar í 2. flokk mæta á Akranes og taka þátt í íslandsmótinu þar.  

Húsaleigubætur árið 2004

Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka.   Umsækjendur um húsaleigubætur í Grundarfjarðarbæ eru minntir á að skila umsókn fyrir árið 2004 til Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, Klettsbúð 4, 360 Hellissandur, eða til bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, fyrir 16. janúar 2004.  

Bæjarstjórnarfundur

  Reglulegur bæjarstjórnarfundur verður haldinn fimmtudaginn 8. janúar 2004 kl. 17:00 í Grunnskóla Grundarfjarðar.   Á dagskrá verður staðfesting fundargerða nefnda og ráða; staðfesting ábyrgðar á lántöku Jeratúns ehf. vegna byggingar húsnæðis fyrir Fjölbrautarskóla Snæfellinga, staðfesting samninga vegna Fjölbrautarskóla Snæfellinga, umræður um aðalskipulag dreifbýlis, umræður um reglur um lóðaúthlutanir.   Bæjarstjóri

Tilkynning um heimild til niðurfellingar fasteignaskatta

Niðurfelling fasteignaskatts í Grundarfjarðarbæ er tekjutengd. Heimilt er að fella niður fasteignaskatt af íbúðum elli- og örorkulífeyris­þega, séu þeir innan eftirfarandi tekjumarka: