Úthlutun úr þróunarsjóði leikskóla

Leikskólinn Sólvellir fékk úthlutað 250 þúsund úr þróunarsjóð leikskóla. Verkefnið sem Leikskólinn sótti styrk um heitir: Ég og leikskólinn minn - ferlimöppur til að skapa markvisst upplýsingaflæði milli skóla og heimilis.

Staðardagskrá 21

Framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 liggur frammi til kynningar á bæjarskrifstofunni til 30. apríl nk. Athugasemdir, ef einhverjar eru, óskast fyrir þann tíma. Einnig má finna framkvæmdaáætlunina á heimasíðunni undir liðnum Stjórnsýsla-Staðardagskrá 21.  

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn

Í Grundarfjarðarhöfn var landaður afli í mars 2004 1.946.096 kg en í mars 2003 var aflinn 1.725.094 kg. 

Smyrill í heimsókn í Leikskólann Sólvelli

Skipverjar á Þorvarði fundu smyril á  Eldeyjarbanka um helgina. Hjörtur og Kristófer komu með hann í heimsókn í leikskólann.  

Eyþór Björnsson kveður

Eyþór Björnsson hætti störfum á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar 1. apríl sl. Hann hóf störf sem skrifstofustjóri árið 1998 og gegndi störfum sveitarstjóra/bæjarstjóra frá sept. 2001 til  sept. 2002 og svo aftur frá júní 2003. Eyþóri eru þökkuð vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og ánægjulegt samstarf. Honum er óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.