Frystihótel vígt í Grundarfirði

Föstudaginn 9. nóvember sl. var frystihótel Snæfrosts hf. formlega tekið í notkun við hátíðlega athöfn.  Kristján Guðmundsson rakti sögu og aðdraganda þess að þetta fyrirtæki varð til.  Þórður Á. Magnússon rakti byggingasögu hússins.  Báðir eru stjórnarmenn í Snæfrosti hf. ásamt þeim Ásgeiri Ragnarssyni, Árna Halldórssyni og Stefáni Kalmann.  Var verktökum þökkuð vaskleg framganga við byggingu hússins sem aðeins tók 7 mánuði.  Kostnaður við byggingu frystihótelsins varð 93 - 94% af kostnaðaráætlun sem þykir vel að verki staðið á þessum þenslutímum.  Fyrstu dvalargestir í frystíhótelinu, yfir 20 tonn af rækju, komu í síðustu viku og von er á meiru í þessari viku svo segja má að fyrirtækið fái fljúgandi start.  Gestir færðu fyrirtækinu hamingjuóskir og óskuðu því velfarnaðar um alla framtíð.

Er lögheimili þitt rétt skráð ??

  Nú er afar áríðandi að athuga hvort lögheimili manna er rétt skráð.  Allir þurfa að vera með lögheimili sitt skráð á réttum stað fyrir 1. desember n.k.  Margs konar óþægindi geta hlotist af ef lögheimili er skráð annars staðar en heimili manns er svo sem að nauðsynlegar tilkynningar og annar póstur berist ekki fyrr en seint og um síðir.  Eyðublöð fást á bæjarskrifstofunni og einnig á vef Hagstofunnar, www.hagstofa.is   Atvinnurekendur eru sérstaklega hvattir til að brýna fyrir fólki, sem þeir ráða til starfa, að tilkynna aðsetursskipti ef lögheimili þess hefur ekki verið í Grundarfirði.   Upplýsingar og aðstoð fást á bæjarskrifstofu Grundarfjarðarbæjar að Grundargötu 30 og þangað ber að skila tilkynningum um aðseturskipti.     Bæjarstjóri  

Auglýsing um húsaleigubætur

  Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum þ. 8. nóvember 2007 að á árinu 2008 verði greiddar húsaleigubætur í Grundarfjarðarbæ skv. ákvæðum reglugerðar nr. 118/2003 um grunnfjárhæðir húsaleigubóta eða samkvæmt ákvæðum nýrrar reglugerðar verði hún sett.   Þeim sem hafa sótt um og fengið húsaleigubætur er bent á að endurnýja þarf umsóknir í byrjun nýs árs, þ.e. í janúar 2008.   Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar.

Er lögheimilið þitt rétt skráð ??

Nú er afar áríðandi að athuga hvort lögheimili manna er rétt skráð.  Allir þurfa að vera með lögheimili sitt skráð á réttum stað fyrir 1. desember n.k.  Margs konar óþægindi geta hlotist af ef lögheimili er skráð annars staðar en heimili manns er svo sem að nauðsynlegar tilkynningar og annar póstur berist ekki fyrr en seint og um síðir.   Eyðublöð fást á bæjarskrifstofunni og einnig á vef Hagstofunnar, www.hagstofa.is  

Norræna bókasafnavikan

Í ljósaskiptunum – „Konan í Norðri” Mánudaginn 12. nóvember 2007 kl. 18 verður slökkt á rafljósum og kveikt á kertum og lesið fyrir fullorðna úr bók Sigrid Undset: „Kristin Lafranzdóttir“, Kransinn. Börnin koma líka og fá sögu um Ronju ræningjadóttur eða Línu langsokk. Kertaljós og rómantík. Kaffi, te og safi fyrir gesti. Bibliotek.org   Alla vikuna verða kynningar á verkum norrænna kvenna. Kertaljós, heitar vöfflurog huggulegheit í rökkrinu.  

Margrét EA, rauð, er að dæla síldinni upp úr nótinni hjá Súlunni EA

Mokveiði hjá síldarskipunum á Grundarfirði. Í gær voru átta skip á við veiðar og var aflinn mjög góður.   Hér má sjá myndir frá Gunnari Njálssyni af síldveiðiskipunum . Gunnar tók þessar myndir um síðustu helgi. Þar sést Margrét EA, rauð, er að dæla síldinni upp úr nótinni hjá Súlunni EA inni á miðjum Grundarfirði.   Fleiri myndir  

Á döfinni á Rökkurdögum

Í kvöld, fimmtudagskvöld verður Veðramót, mynd Guðmnýjar Halldórsdóttur sýnd í Sögumiðstöðinni kl. 21. Tryggvi Gunnarsson, sem tók þátt í gerð myndarinnar situr fyrir svörum eftir myndina en hún hefur verið tilnefnd til 11 Edduverðlauna. Á morgun er svo fyrra námskeið í konfektgerð sem Andrés og Óskar Andreasen bakarameistarar leiða. Fullt er orðið á námskeiðið en möguleiki er á að skrá sig á námskeið á laugardag í síma 899 1782. Annað kvöld verða svo tvær verðlaunastuttmyndir

Jafnréttisfræðsla í leikskólum og grunnskólum

Nýtt verkefni sem miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynjasjónarmið í skólastarfi, þ.e. í leikskólum og grunnskólum, er að hefja göngu sína. Með markvissri fræðslu og umræðu frá upphafi skólagöngu er hægt að gefa ungu fólki tækifæri til að taka ákvarðanir varðandi framtíð sína á eigin forsendum óháð staðalmyndum kynjanna og hefðbundnu starfsvali.

Hópleikurinn þessa vikuna!

Nú gáfu Trukkarnir í   Það virðist vera komið nokkuð gott skrið á Trukkana, því þeir halda 1. sætinu með 9 stig skoruð. Þó er einn Liverpoolhópurinn farinn að sækja aftur í sig veðrið því Alonso er kominn í 2. sætið.

Leikskólinn Sólvellir fær grænfánann

Miðvikudaginn 7. nóvember fékk Leikskólinn Sólvellir  afhentan grænfánann sem er  umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um góða umhverfismennt og umhverfisstefnu í skólum.  Fánann fá skólar í kjölfar verkefna sem er ætlað að efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um  umhverfismál. Rannveig Thoroddsen frá Landvernd kom og afhenti okkur fánann. Við það tilefni komu foreldrar og aðrir gestir til að vera viðstaddir. Nemendur úr 1. bekk komu einnig en þeir hafa unnið að þessu verkefni þegar þeir voru í leikskólanum. Rannveig afhenti elstu nemendum leikskólans fánann og fóru þau með hann út  þar sem honum var flaggað á flaggstönginni. Til að fræðast meira um grænafánann er hægt að fara inn á heimasíðu hans http://www.landvernd.is/graenfaninn/   Hér má sjá myndir