Nú er afar áríðandi að athuga hvort lögheimili manna er rétt skráð.  Allir þurfa að vera með lögheimili sitt skráð á réttum stað fyrir 1. desember n.k.  Margs konar óþægindi geta hlotist af ef lögheimili er skráð annars staðar en heimili manns er svo sem að nauðsynlegar tilkynningar og annar póstur berist ekki fyrr en seint og um síðir.  Eyðublöð fást á bæjarskrifstofunni og einnig á vef Hagstofunnar, www.hagstofa.is

 

Atvinnurekendur eru sérstaklega hvattir til að brýna fyrir fólki, sem þeir ráða til starfa, að tilkynna aðsetursskipti ef lögheimili þess hefur ekki verið í Grundarfirði.

 

Upplýsingar og aðstoð fást á bæjarskrifstofu Grundarfjarðarbæjar að Grundargötu 30 og þangað ber að skila tilkynningum um aðseturskipti.

 

 

Bæjarstjóri