Þú ert það sem þú gerir á netinu.

SAFT málþing verður haldið á 10 stöðum á landsbyggðinni og er markmiðið að ræða örugga og jákvæða netnotkun barna og unglinga á netinu og tengdum miðlum. Haldið verður málþing í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði 14. apríl nk. kl. 20.00 Hér má sjá auglýsingu. 

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn

Hér má sjá landaðan afla í mars ásamt samanburðartölum.

Áheitahlaup knattspyrnukrakka

Áheitahlaup í samstarfi. Ljósm. Gunnar K. Í  knattspyrnunni meðal iðkenda í frá 7. flokki og upp í 3 flokk, bæði í stráka og stelpnaflokkum,  er í gangi á Snæfellsnesi samstarf um þjálfun. Samstarfið nær til krakka sem búa í Stykkishólmi, Grundarfirði og Snæfellsbæ. Samstarf þetta hófst á síðasta ári og þótti ganga það vel að ákveðið var að halda því áfram. Þjálfun liða fer fram á hverjum stað en einnig sameiginlega. fréttatilkynning á vef Stykkishólmspóstsins

Leikskólabörn í vettvangsferð

  Þriðjudaginn 1. apríl bauð Sigurður Heiðar Valgeirsson, nemandi í leikskólanum,  elstu börnunum  úr leikskólanum í heimsókn  út í hesthús til að skoða þrjú nýfædd lömb. Heimsóknin gekk mjög vel. Börnin sýndu mikinn áhuga á kindunum og afkvæmum þeirra. Krakkarnir fengu að gefa hey og leika sér í hlöðunni. Einnig  sáu þau hund og kött sem þeim fannst gaman að leika við.