Sorphreinsun

Sorphreinsun verður í dag fimmtudaginn 15 janúar. 

Eldri borgarar athugið

Spilasamveran sem átti að vera á hótel Framnesi   fimmtudaginn 15 janúar færist í Samkomuhúsið á sama tíma. Annað óbreytt  

Tónleikar tókust vel

Tónleikar ungsveita í Grundarfirði á sunnudaginn tókust vel. Fjöldi manns mætti og hlýddi á kröftuga tónlist. Yfir 50.000 krónur söfnuðust fyrir bræðurna Jón Þór og Valdimar. Fleiri myndir hér.

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn

Hér má sjá landaðan afla í Grundarfjarðarhöfn í desember 2008 ásamt samanburðartölum síðustu ára. Einnig má sjá  heildartölur landaðs afla í Grundarfjarðarhöfn síðustu ára.

Knattspyrnuleikjaæfingar

Fyrirhugaðar breytingar í knattspyrnu verða hjá krökkunum á síðasta ári í leikskóla og fyrsta og öðrum bekk í Grunnskóla. Breytingarnar verða þessar að Halldóra Dögg eða Hadda mun taka við starfi  Adda þjálfara hjá 7-8 flokk  

Lausir tímar í hnit

Lausir eru tímar í hnit á mánudögum og miðvikudögum kl. 18.50. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Svan í síma 430 8564.    

Handverkshópurinn

Fer aftur af stað nú eftir áramótin fimmtudaginn 15. janúar klukkan 20:00 í fjarnámsherberginu við hliðina á bókasafninu. 

Flugelda rusl

Vinsamlegast athugið með að tína upp rusl á gangstéttum og annars staðar eftir sprengjur sem skotið var upp nú í kring um áramótin.

Þrettándagleði vel heppnuð

Grundfirðingar létu rigningu ekki á sig fá á þrettándahátíð í gærkvöldi. Góð mæting var og gengið var frá skólanum niður að brennu. Þar var sungið og trallað við ylinn af bálinu og í kjölfarið var stórkostleg flugeldasýning í umsjón Björgunarsveitarinnar í boði ýmissa fyrirtækja í bænum.

Jólatrén sótt heim

Áhaldahús Grundarfjarðarbæjar býður bæjarbúum þá þjónustu næstu þrjá daga að sækja jólatré og koma þeim í förgun.  Þessi þjónusta verður í boði miðvikudag, fimmtudag og til  hádegis á föstudaginn, þ.e. 7. - 9. janúar.  Setja þarf jólatrén við lóðarmörk eða gangstéttarbrún þar sem þau trufla ekki umferð.