Í skoðun er að fresta um ár unglingalandsmóti í Grundarfirði

Frétt á vef Skessuhorns: Forsvarsmenn Grundarfjarðarbæjar og stjórn Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu hafa ákveðið að óska eftir því við stjórn UMFÍ að unglingalandsmót sem halda á í Grundarfirði í sumar, verði frestað um eitt ár, ef bæjarfélag og héraðssamband sem eru með tilbúna aðstöðu væru tilbúin að hlaupa í skarðið og halda mótið í sumar. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson bæjarstjóri í Grundarfirði segir að vegna gríðarlegra kostnaðarhækkana síðasta árið og efnahagsástandsins í landinu, væri það betra fyrir bæjarfélagið allra hluta vegna að fá eitt ár í viðbót til að kljúfa kostnaðaraukann og fjármagna framkvæmdir. Ef stjórn UMFÍ samþykkir ekki frestun og aðrir staðir eru ekki tilbúnir að halda mótið í sumar, muni Grundfirðingar gera það með glæsibrag eins og ekkert hafi í skorist. 

Bæna og kyrrðarstund

Bæna og kyrrðarstund sem átti að vera í Grundarfjarðarkirkju í dag miðvikudaginn 4 febrúar fellur niður. 

eXtra Small & eXtra Smart gallerí

Þann 6. febrúar  n.k. kl. 16:00 mun ég opna gallerí að Fellabrekku 3 í Grundarfirði. Til sölu  og sýnis eru handhnýttir skartgripir ásamt annarri  hönnun.  Hvergi á Íslandi er að finna sambærilegar vörur.  Í fyrstu opnunarviku verða allar vörur á 15% kynningarafslætti.  Hér er frábært tækifæri að finna gjafir fyrir hin ýmsu tilefni, t.d. konudag, bóndadag, afmæli, fermingar o.fl. Opið verður alla virka daga frá kl. 15:00 – 18:00 eða eftir samkomulagi. Vefsíðan  www.exsesgallery.com mun verða opnuð fljótlega. Verið velkomin að koma og skoða úrvalið.  Ela Elísson      sími: 438 6903 eða 845 2375.  

Ritgerð Önnu Júníu Kjartansdóttur í verkefninu "Unga fólkið og heimabyggðin"

Eins og áður hefur verið greint frá vann Anna Júnía Kjartansdóttir til verðlauna fyrir ritgerð sína í ritgerðaflokknum "Unga fólkið og heimabyggðin".  Samkeppnin var haldin á vegum samtakanna Landsbyggðavinir í Reykjavík og nágrenni.  Hér er ritgerð Önnu Júníu.